Atvinnuátak fyrir 18-25 ára skólafólk

Akureyrarbær stendur að sérstöku atvinnuátaki fyrir 18-25 ára skólafólk í bænum. Í boði er sumarvinna hjá sveitarfélaginu í 5 vikur, 7 tíma á dag, samtals 175 vinnustundir.

Ungmennum með lögheimili á Akureyri á aldrinum 18-25 ára (fædd 1994-2001) er gefinn kostur á að sækja um þessa vinnu.

Í boði eru tvö tímabil og eru umsækjendur beðnir að setja inn óskatímabil sitt í athugasemdir í umsókninni.

  • Fyrra tímabil: 13.06.–19.07.2019
  • Seinna tímabil: 15.07.–20.08.2019

Nánari upplýsingar veita Orri Stefánsson (orri@akureyri.is) í síma 460 1249 og Lísbet Grønvaldt (lisbetb@akureyri.is) í síma 460 1234.

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is.

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuveri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.

Þar sem auglýsing þessi birtist eingöngu í staðarblöðum hér á Akureyri og hér á heimasíðunni, þá vinsamlegast látið nemendur með lögheimili á Akureyri sem nú stunda nám á öðrum stöðum á landinu vita um hana.

Umsóknarfrestur er til og með 16. júní 2019.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan