Ánægja á Akureyrarvöku

Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.

Akureyrarvöku lauk í gærkvöldi í mildu veðri á stórtónleikum í Listagilinu þar sem komu fram Salka Sól, Svala, Jónas Sig, Birkir Blær, Magni og hljómsveitin Vaðlaheiðin.

Margmenni var í Gilinu þar sem einnig var fagnað opnun endurbætts og stækkaðs Listasafns en þangað komu nokkur þúsund gestir frá opnun kl. 15 og þar til lokað var kl. 23 um kvöldið.

Undir miðnætti hafði verið kveikt á þúsundum kerta í kirkjutröppunum á hinni svokölluðu Friðarvöku og var það fögur sjón að sjá.

Fyrr um daginn var haldið Vísindasetur í Menningarhúsinu Hofi þar sem hulunni var svift af ýmsum göldrum vísindanna. Lögreglan á Akureyri er afar ánægð með framkomu gesta Akureyrarvöku og komu engin alvarleg mál til kasta hennar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan