Alþjóða kvennakaffi á laugardaginn

Konur úr hópnum bera saman bækur sínar.
Konur úr hópnum bera saman bækur sínar.

Laugardaginn 7. apríl verður "Alþjóða kvennakaffi" haldið á kaffihúsinu Orðakaffi á Amtsbókasafninu frá kl. 12 til 14. Um er að ræða dagskrá kvenna sem hafa hist einn laugardag í mánuði undir heitinu Alþjóða kvennakaffi.

Zane Brikovska á Alþjóðastofunni á Akureyri segir frá því hvað þær gera, Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu segir frá starfi sínu, þær Alexandra Zaglewski og Khairieh El Hariri verða með stafræna frásögn, Jutta Knur leiðir fólk í dans og loks syngur Alyona Saievych úkranískt þjóðlag.

Alþjóða kvennakaffi er skemmtilegur vettvangur fyrir konur til að kynnast bænum sínum og hver annarri.

Allir eru velkomnir.

English:
Saturday the 7th of April Akureyri International Women's Coffee will take place at Amtsbókasafnið á Akureyri, Orðakaffi to be specific, located on the 1st floor.

International Women's Coffee is a forum for women to meet in Akureyri, get to know new people and experience the life in town. Icelandic and international women are encouraged to join.

Free of charge. Location and time of events and activities are announced on our facebook group:
https://goo.gl/6kL3tW

All women are welcome!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan