Alþingiskosningar 2021 - kjörskrá

Kosið verður til Alþingis 25. september 2021. Kjörskrá Akureyrarbæjar liggur frammi til sýnis í Þjónustuveri Akureyrarbæjar að Geislagötu 9, í Hríseyjarbúðinni í Hrísey og í búðinni í Grímsey frá 15. september til og með 24. september á venjulegum afgreiðslutíma.

Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá Þjóðskrá 21. ágúst 2021. 

Einnig er bent á vefinn kosning.is þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um kosningarnar og á vef Þjóðskrár þar sem hægt er að athuga hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá. 

Athugasemdir við kjörskrána berist bæjarstjórn Akureyrarbæjar að Geislagötu 9, 600 Akureyri. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan