Alheimshreinsunardagur á laugardag

Alheimshreinsunardagurinn verður haldinn í 150 löndum á laugardag og hvetur Akureyrarbær íbúa til að „plokka", eins og það hefur verið kallað, þ.e.a.s. að tína rusl á víðavangi.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa eða vinnustaði til að hreinsa og bæta nærumhverfi sitt og náttúru.
Með alheimshreinsunardeginum er lögð áhersla á að allir íbúar þessarar jarðar nýti daginn til þess að hreinsa til og tína rusl. Meira má lesa um átakið á heimasíðu Landverndar

Á Akureyri verður lögð áhersla á að tína rusl og hreinsa til við strandlengju bæjarins.

Söfnunarpokar verða á eftirtöldum stöðum (sjá einnig mynd):

  • Leirunesti, norðan til
  • Við Nökkva
  • Samkomubrú
  • Plan sunnan við Átak, heilsurækt
  • Við Glerárósa
  • Sandgerðisbót, smábátahöfn
  • Krossanesbraut norðan við Hringrás

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan