Álagning fasteignagjalda 2023

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Álagningu fasteignagjalda er lokið hjá Akureyrarbæ og eru álagningarseðlar aðgengilegir fasteignaeigendum í þjónustugátt sveitarfélagsins og á island.is.

Álagningarseðlar eru ekki sendir út á pappír og sparar það bæði fé og fyrirhöfn fyrir utan að vera mun umhverfisvænna. Álagning dreifist líkt og áður á 8 gjalddaga frá 3. febrúar til 3. september og eindagi er 30 dögum síðar.

Álagningarprósenta fasteignaskatts fyrir íbúðarhúsnæði lækkar frá fyrra ári og er nú 0,31% af fasteignamati. Álagningarprósenta af öðru húsnæði er óbreytt 1,63% og 1,32% af fasteignamati skóla, sjúkrahúsa, bókasafna og íþróttahúsa.

Heildarálagning fasteignagjalda ársins 2023 eru 5.136 milljónir króna, þar af er fasteignaskattur 3.045 milljónir króna, lóðarleiga er 690 milljónir króna, vatnsgjald er 396 milljónir króna, fráveitugjald 601 milljónir og sorphirðugjald 404 milljónir. Sorphirðugjald er lagt á 8.712 heimili sem er fjölgun um 140 heimili frá fyrra ári.

Á árinu 2022 nam álagning fasteignagjalda samtals 4.527 milljónum króna.

982 lífeyrisþegar fá afslátt

Bæjarstjórn samþykkti breytingu á reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum og hækkaði tekjumörk. 982 elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt og nemur heildarfjárhæð afsláttar 81 milljónum króna eða 82.553 krónur að meðaltali. Afslátturinn er mishár eftir tekjum en getur hæst farið í 127.100 krónur. 190 fasteignaeigendur njóta hámarksafsláttar. Auk þess njóta 463 fasteignaeigendur fulls afsláttar af sínum fasteignasköttum. Árið áður nutu 832 afsláttar af fasteignaskatti og nam heildarfjárhæðin 62 milljónum króna.

Reglurnar er hægt að nálgast hér.

Afsláttur af fasteignaskatti er reiknaður út frá tekjum samkvæmt skattframtali 2022 og þarf ekki að sækja sérstaklega um.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan