Akureyringar jákvæðir gagnvart flóttafólki og innflytjendum

Ungur sýrlenskur flóttamaður á Akureyrarflugvelli. Mynd: Ragnar Hólm.
Ungur sýrlenskur flóttamaður á Akureyrarflugvelli. Mynd: Ragnar Hólm.

Meirihluti Akureyringa telur gott fyrir Akureyri að útlendingar setjist hér að. Þetta kemur fram í nýrri könnun á viðhorfum Akureyringa til fólks af erlendum uppruna. Um 60% aðspurðra sögðust mjög sammála eða frekar sammála fullyrðingunni að það væri gott fyrir Akureyri að útlendingar setjist hér að, 30% hvorki né en 11% reyndust ósammála.

Athygli vekur að ekki reyndist marktækur munur á viðhorfum Akureyringa til flóttamanna og annarra af erlendum uppruna. Um 61% voru frekar eða mjög sammála því að það sé gott fyrir samfélagið á Akureyri að fólk af erlendum uppruna setjist hér að en 59% að það sé gott að flóttamenn setjist hér að. Í báðum tilvikum voru um 11% ósammála þeim fullyrðingum.

Ítarlegar er fjallað um könnunina á heimasíðu Háskólans á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan