Akureyri er 160 ára í dag

Unnsteinn Manuel á tónleikum í Listagilinu. Mynd: Andrés Rein Baldursson.
Unnsteinn Manuel á tónleikum í Listagilinu. Mynd: Andrés Rein Baldursson.

Í dag eru liðin 160 ár síðan Akureyri fékk kaupstaðarréttindi en því var fagnað um helgina með glæsilegri Akureyrarvöku frá föstudegi til sunnudags.

Viðburðir helgarinnar voru ríflega 80 af öllum stærðum og gerðum. Þátttaka í Draugaslóð í Innbænum fór fram úr björtustu vonum en talið er að á annað þúsund manns hafi tekið þátt í þeim viðburði. Tónleikarnir í Listagilinu á laugardagskvöldið voru einnig afar vel sóttir.

Aðrir hápunktar helgarinnar voru meðal annars Rökkurró í Lystigarðinum, tónleikar í Hofi um sögu Tónaútgáfunnar, opnanir myndlistarsýninga í Listagilinu, líf og fjör á Ráðhústorgi með flóamörkuðum og alls kyns uppákomum, fjölskylduskemmtun í Hofi og miðnætursigling með Húna II.

Of langt mál yrði að telja upp alla viðburði en að neðan er myndasafn frá ýmsum viðburðum helgarinnar. Skemmtilegar myndir frá tónleikunum „Tónaútgáfan – Þó líði ár og öld“ er að finna á fréttasíðunni Akureyri.net.

Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að deila myndum frá Akureyrarvöku á samfélagsmiðlum og merkja #akureyrarvaka. 

Smelltu á myndirnar að neðan til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan