Akureyri, bærinn minn

Amtsbókasafnið, í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri, stendur fyrir lestrarnámskeiði í júní. Námskeiðið nefnist: Sumarlestur | Akureyri, bærinn minn.

Námskeiðið er í boði fyrir börn sem eru að ljúka 3. og 4. bekk. Markmið námskeiðisins er að börnin lesi sér til ánægju, efli lestrarfærni og kynnist bænum sínum.

Námskeiðið er vikulangt og fer fram á eftirfarandi tímabilum:

  • 11.-15. júní
  • 18.-22. júní
  • 24.-29. júní

Námskeiðin eru frá kl. 9-12.

Námskeiðsgjald er 3.000 kr. - fjöldatakmarkanir eru á hverju námskeiði.

Skráning hefst þann 28. maí á netfanginu fridab@akureyri.is.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram í skráningu:

  • Nafn barns og forráðamanna
  • Eftir hvaða tímabili er óskað
  • Netföng og símanúmer
  • Skóli og bekkur
  • Aðrar upplýsingar um barnið sem forráðamenn vilja koma á framfæri
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan