Akureyri á iði

Frístundaráð Akureyrarbæjar hefur skipulagt með íþróttafélögum, einstaklingum og fyrirtækjum dagskrá þar sem boðið verður upp á fjölbreytta hreyfingu og heilsueflandi viðburði í maí undir heitinu „Akureyri á iði". Öll hreyfing og íþróttaiðkun í nafni átaksins er án endurgjalds með það að markmiði að stuðla að heilsurækt og aukinni hreyfingu bæjarbúa.

Af viðburðum má nefna: Aqua zumba í Sundlaug Akureyrar, jógatímar, plokk-hlaup, frjálsar fyrir fullorðna, yoga, WOD, kynningaræfing í crossfit og útileikfimi.
Átakið „Hjólaðu í vinnuna" hófst einnig í þessari viku, nánar tiltekið miðvikudaginn 2. maí, og stendur til 23. maí.

Akureyringar eru hvattir til að taka þátt í átakinu og skoða dagskrána á vefsíðu verkefnisins Akureyri á iði og á FB síðu viðburðarins.
Einnig má minna á að dagskráin er lifandi á þá vegu að það er alltaf hægt að bæta við viðburðum og uppákomum.

Fyrirtæki og félagasamtök sem vilja vera með og eru ekki komin inn í dagskrá Akureyri á iði geta sent inn viðburði á ellert@akureyri.is og er þá bætt við á dagskránna.

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan