Akureyrarvaka um helgina

Stórtónleikar í Listagilinu: Gestgjafi kvöldsins, hljómsveitin VAÐLAHEIÐIN, lofar frábærum tónleikum…
Stórtónleikar í Listagilinu: Gestgjafi kvöldsins, hljómsveitin VAÐLAHEIÐIN, lofar frábærum tónleikum með þessu einvala liði tónlistarfólks. Einnig mun listamaðurinn Tálsýn skreyta nærliggjandi byggingar með litríkum vídeóverkum með aðstoð Exton. Einstök upplifun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Akureyrarbær á afmæli 29. ágúst og helgina næst afmælisdeginum er bæjarhátíðin Akueyrarvaka haldin. Hátíðin fer því fram um helgina, föstudaginn 30. og laugardaginn 31. ágúst.

Boðið er upp á þéttskipaða dagskrá frá föstudagsmorgni og fram undir miðnætti á laugardagskvöld þegar stórtónleikar verða haldnir í Gilinu og efnt verður til Friðarvöku þar sem ótal kerti loga í kirkjutröppunum. Það yrði of langt mál að telja upp alla dagskrána hér og því er skorað á fólk að opna hlekkina hér að neðan til að skoða alla dýrðina og fletta Akureyrarvökubæklingnum sem borin var í hvert hús á Akureyri í dag og liggur að auki frammi á völdum stöðum.

Dagskrá Akureyrarvöku á akureyrarvaka.is.

Bæklingurinn á pdf-formi (ATH. skjalið er tæp 30 MB og því getur tekið dágóða stund að hlaða því niður).

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan