Akureyrarvaka

Laugardaginn 27. ágúst verður haldin Akureyrarvaka, afmælishátíð Akureyrarbæjar og lokahátíð Listasumars 2005. Hátíðin verður sett í upplýstum Lystigarðinum á föstudagskvöldi kl. 21, en heldur svo áfram með afar fjölbreyttri dagskrá allan laugardaginn og fram á nótt.

Um 50 - 60 viðburðir eru þegar komnir á dagskránna og enn bætist við því að margir leggja sín lóð á vogarskálarnar. Meðal viðburða eru; hjólreiðahátíð í Kjarnaskógi, skemmtun fyrir börn á öllum aldri hjá LA, góðhestasýning og hestaferðir fyrir börn, skemmtisiglingar með Húna II, listasmiðja fyrir börn, sýningin "Alveg sér viska", opnun sýningar á verkum Jóns Laxdal í Listasafninu á Akureyri, vígsla sýnisvirkjunnar Norðurorku við Glerá, söguganga um miðbæi Akureyrar, heilgrillað naut á teini, tónlist af öllu tagi, draugaganga og mataruppistand í Borgarbíói.

Lokaatriði Akureyrarvöku mun svo fara fram við Glerárstíflu og við nýja Glerárvirkjun Norðurorku kl. 23.15. Glæsileg sýning verður á stíflunni og lóninu og að því búnu verður virkjunin vígð.

Dagskrá Akureyrarvöku má finna hér

Glera Akvaka-annarichards

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan