Akureyrarbær styrkir kaup á nýjum snjótroðara

Bæjarráð hefur samþykkt að Akureyrarbær leggi söfnun fyrir nýjum snjótroðara í Kjarnaskógi lið með 15 milljóna króna styrk.

Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur undanfarna mánuði safnað fyrir nýjum snjótroðara, enda er sá gamli kominn til ára sinna og annar illa hlutverki sínu. Markmiðið er að sinna betur gestum skógarins og því litríka og vaxandi útivistarlífi sem þeir stunda. Hér eru nánari upplýsingar um söfnunina. 

Bæjarráð tók í síðustu viku fyrir erindi frá félaginu um 15 milljóna króna styrk og var það samþykkt samhljóða. 

Kostnaður við nýjan troðara er um 35 milljónir króna og miðar söfnuninni ágætlega. Betur má ef duga skal og eru fyrirtæki, einstaklingar og önnur sveitarfélög hvött til að taka þátt. Markmiðið er að hafa náð að ljúka fjármögnun þann 22. febrúar næstkomandi. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan