Akureyrarbær og ÍBA senda keppendur á Alþjóðavetrarleika barna í Lake Placid.

Á myndinni má sjá flesta keppendur Akureyrarbæjar ásamt þjálfurum og fararstjórum þeirra.
Á myndinni má sjá flesta keppendur Akureyrarbæjar ásamt þjálfurum og fararstjórum þeirra.

Akureyrarbær og ÍBA sendir keppendur á Alþjóðavetrarleika barna í Lake Placid, í Bandaríkjunum dagana 6.-11. janúar 2019.

Á Alþjóðavetrarleikum barna (International Childrens Winter Games (ICWG)) keppa ungmenni fædd 2004-2006 í vetraríþróttagreinum, s.s. listhlaupi, íshokkí, alpagreinum, freestyle skíðum, snjóbrettum, gönguskíðum, skíðaskotfimi, krullu og skautahlaupi fyrir hönd sinnar borgar/bæjar.

International Childrens Games eru haldnir undir merkjum Alþjóða Ólympíunefndarinnar og er vettvangur fyrir börn á aldrinum 12-15 ára til að kynnast íþrótt sinni betur við nýjar og krefjandi aðstæður og umhverfi. Vetrarleikarnir í Lake Placid eru þeir áttundu í röðinni frá 1994 og eru systurleikar International Childrens Games sem eru sumaríþróttaleikar og hafa verið haldnir árlega síðan árið 1968. Sumarleikarnir voru haldnir í Reykjavík árið 2007. Reykjavíkurborg mun einnig eiga keppendur á leikunum í Lake Placid. Þetta er í annað sinn sem Akureyrarbær og ÍBA senda keppendur á vetrarleikana en fyrst var farið til Innsbruck í Austurríki árið 2016.

Hópurinn sem fer út til Lake Placid telur alls 28 manns, þar af 21 keppendi. Akureyrarbær og ÍBA eiga keppendur í listhlaupi (2), skíðagöngu (4) og íshokkí (15). Leikarnir verða haldnir í glæsilegri vetraríþróttaaðstöðu og mannvirkjum í Lake Placid sem hýsti Vetrarólympíuleikana 1980. Heimasíða leikanna er www.lakeplacid2019.com

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan