Afsláttur af vetrarkortum í Fjallið

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Ákveðið hefur verið að þeir sem áttu vetrarkort í Hlíðarfjall síðasta vetur fái góðan afslátt af kortum fyrir komandi skíðavetur. Þetta er viðleitni til að bæta upp fyrir þá daga sem handhafar skíðakorts urðu af síðasta vetur þegar loka þurfti skíðasvæðinu vegna Covid-19 undir lok mars.

Þeir sem keyptu vetrarkort fyrir fullorðna í forsölu síðasta vetur fá 30% afslátt af forsöluverði og bjóðast ný kort fyrir 28.350 kr. Þeir sem keyptu kort eftir að forsölu lauk greiða 35.700 kr. Fullt verð á vetrarkortum veturinn 2020-2021 er 51.000 kr.

Tilboðið gildir til og með 30. nóvember 2020.

Vetrarkortin er hægt að kaupa á heimasíðu Hlíðarfjalls www.hlidarfjall.is með því að velja appelsínugula flipann efst fyrir miðju „Kaupa miða í Fjallið". Þar undir er að finna hlekk fyrir skráningu á tilboðslykli sem nú þegar hefur verið sendur til vetrarkortshafa 2019-2020.

Vetrarkort fyrir fullorðna verða jafnframt seld í forsölu fram að opnun skíðasvæðisins og er verðið 40.500 kr.

Börn fá 50% aflsátt af vetrakortum og er verðið 7.000 kr. í stað 14.000 kr. Hægt verður að kaupa barnakort án tilboðslykils allan veturinn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan