Afgreiðslutímar og þjónusta um hátíðarnar

Að neðan er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um þjónustu og afgreiðslutíma stofnana sveitarfélagsins sem breytast að venju nokkuð um jól og áramót.

Ráðhúsið, Geislagötu 9, verður lokað frá hádegi 23. og 30. desember og allan aðfangadag og gamlársdag. Sama gildir um afgreiðslutíma hjá velferðarsviði og fræðslu- og lýðheilsusviði í Glerárgötu 26. Hefðbundinn afgreiðslutími verður 27.-29. desember og frá og með 2. janúar 2023.

Upplýsingar um akstur Strætisvagna Akureyrar og ferliþjónustu er að finna HÉR.

Sundlaugar

  Sundlaug Akureyrar Glerárlaug Sundlaugin í Hrísey
23. desember 6:45 - 18:00 6:45 - 13:00 LOKAÐ
24. desember 9:00 - 12:00 LOKAÐ LOKAÐ
25. desember LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ
26. desember 11:00 - 19:00 LOKAÐ LOKAÐ
27.-30. desember 6:45 - 21:00 27-29. des
6:45 - 21:00
30. des
6:45 - 19:30
27-29. des
15:00 - 19:00
30. des
15:00 - 18:00
31. desember 9:00 - 12:00 LOKAÐ LOKAÐ
1. janúar LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ

Amtsbókasafnið verður opið eins og venjulega 23. desember og virka daga á mill jóla og nýárs. Hér er yfirlit afgreiðslutíma Amtsbókasafnsins um jól og áramót.

Listasafnið á Akureyri verður opið 23. desember kl. 12-17. Lokað verður 24., 25., 31. desember og 1. janúar. Aðra daga er opið kl. 12:00-17:00.

Hér eru upplýsingar um afgreiðslutíma gámasvæðisins Réttarhvammi.

Með því að smella hér getur þú nálgast upplýsingar um afgreiðslutíma og þjónustu ýmissa fyrirtækja og stofnana á Akureyri sem bjóða upp á afþreyingu, veitingar og verslun.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan