Afgreiðslutímar og þjónusta um hátíðarnar

Stekkjastaur eftir listakonuna Jónborgu Sigurðardóttur. Þessi 5 metra hái jólasveinninn situr á sill…
Stekkjastaur eftir listakonuna Jónborgu Sigurðardóttur. Þessi 5 metra hái jólasveinninn situr á sillu við svalirnar á Listasafninu á Akureyri og veifar til þeirra sem leið eiga hjá.

Afgreiðslutímar og þjónusta sveitarfélagsins tekur að venju breytingum um jól og áramót. 

Ráðhúsið, Geislagötu 9, verður opið kl. 9:00-15:00 í dag, 23. desember, og einnig virka daga á milli jóla og nýárs. Lokað verður á aðfangadag, gamlársdag, jóladag og nýársdag. Sama gildir um Glerárgötu 26, að frátöldu fræðslusviði þar sem verður lokað 28. og 29. desember. 

Skrifstofa bæjarins í Hrísey verður opin í dag, 23. desember, 29. desember og 30. desember kl. 10:00-15:00 (lokað í hádeginu 12:00-12:30).

Þjónusta Strætisvagna Akureyrar verður hefðbundin á virkum dögum. Enginn akstur verður á jóladag og nýársdag. 26. desember verður þjónustan eins og um helgar (leið 6 á áætlun). Fjórir vagnar verða keyrðir samkvæmt áætlun fram að hádegi á aðfangadag og gamlársdag (síðustu ferðir á tólfta tímanum - sjá nánar Facebook-síðu SVA). Skólavagninn (leið 6 kl. 7:40) gengur ekki yfir hátíðarnar.

Sundlaug Akureyrar verður opin til kl. 18 í dag, 23. desember. Á aðfangadag og gamlársdag verður opið kl. 6:45-12:00. Á annan í jólum verður opið kl. 11:00-19:00. Lokað verður á jóladag og nýársdag, en aðra daga verður opið eins og venjulega. Sama gildir um Glerárlaug, nema að það lokar kl. 11 á aðfangadag og gamlársdag og verður lokað á annan í jólum.

Sundlaugin í Hrísey verður lokuð frá og með 23. desember til og með 26. desember. Einnig verður lokað á gamlársdag og nýársdag. Þann 27. desember verður opið kl. 13:00-16:00 og næstu þrjá daga á eftir, 28.-30. desember, verður opið kl. 15:00-19:00.

Amtsbókasafninu verður lokað kl. 18 í dag, 23. desember, og verður opnað aftur kl. 15 mánudaginn 28. desember. Hér eru nánari upplýsingar um afgreiðslutíma á Amtsbókasafninu og fyrirkomulag pantana. 

Listasafnið á Akureyri verður opið flesta daga kl. 12:00-17:00 eins og venjulega, en þó verður lokað á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Þessa fjóra daga verður einnig lokað á Minjasafninu, sem og 26. desember, en aðra daga verður opið kl. 13:00-16:00.

Hér eru upplýsingar um opnunartíma Gámasvæðisins Réttarhvammi.

Með því að smella hér getur þú nálgast upplýsingar um afgreiðslutíma og þjónustu ýmissa fyrirtækja og stofnana á Akureyri sem bjóða upp á afþreyingu, veitingar og verslun. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan