Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030, niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. mars 2018 samþykkt Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.


Tillagan var auglýst frá 1. desember 2017 með athugasemdarfresti til 12. janúar 2018. 54 athugasemdir bárust. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdirnar gáfu tilefni til breytinga á tillöguninni er varða m.a. eftirtalin atriði:
Lega jarðstrengja var felld að landinu og mörk hverfisverndar Naustaflóa aðlöguð án þess að ganga á verndargildi svæðisins. Smábátahöfn við norðurenda flugbrautar var felld út vegna flugöryggis. Legu göngu- og reiðstígs við suðurenda flugbrautar var breytt af sömu ástæðu. Lega þess stígs og reiðstíga sunnan hestahverfisins Breiðholts var samþætt legu jarðstrengja. Íbúðarsvæði í Kotárborgum var minnkað. Þétting sem tengist íþróttasvæðum var skilyrt stefnumótun um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Lítið þéttingarsvæði í Síðuhverfi var fellt út. Fjöldi íbúða á svæði ofan Glerártorgs var minnkaður.


Hér má nálgast lokagögn aðalskipulagsins

Greinargerð

Sveitarfélagsuppdráttur

Þéttbýlisuppdráttur Akureyri

Uppdráttur Hrísey og Grímsey

Umhverfisskýrsla

Rammahluti Oddeyrar

 

Hér má nálgast skýringar og lista yfir beytingar sem gerðar hafa verið á aðalskipulagsgögnum eftir auglýsingu þess.

Greinargerð, breytingar eftir auglýsingu merktar með lit

Þéttbýlisuppdráttur Akureyri, breytingar eftir auglýsingu merktar með hring eða línu

Uppdráttur Hrísey og Grímsey, breytingar eftir auglýsingu merktar með hring eða línu

 


Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins. Við gildistöku þess fellur eldra skipulag úr gildi, Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 sem tók gildi 4. janúar 2007.


Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt aðalskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulagið og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.


Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan