Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 - drög til kynningar

Skipulagsráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum 22. febrúar 2017 að kynna tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030. Skipulagstillagan samanstendur af greinargerð, skipulagsuppdrætti fyrir Akureyri þéttbýli, skipulagsuppdrætti fyrir Hrísey og Grímsey, sveitarfélagsuppdrætti og umhverfisskýrslu.

Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 tekur við af Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Í nýja aðalskipulaginu er áfram lögð áhersla á eflingu og uppbyggingu miðbæjarins, umhverfismál og fjölbreytta búsetukosti í vönduðu, fjölbreyttu og lifandi umhverfi, en nú er einnig lögð áhersla á þéttingu íbúðarbyggðar með það að markmiði að færa íbúana nær hvern öðrum og nær störfum, ásamt því að bæta bæjarmynd og búsetuumhverfi.

Kynningarfundir verða auglýstir síðar, en skipulagstillagan er aðgengileg hér:

Greinargerð

Séruppdráttur - Akureyri

Séruppdráttur - Hrísey og Grímsey

Sveitarfélagsuppdráttur

Þéttingarsvæði

Aðalskipulagið er enn á vinnslustigi, og nú gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir áður en það fer í formlegt auglýsingaferli. Frestur til þess rennur út fimmtudaginn 20. apríl 2017 og skal skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is).

13. mars 2017

Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?