8. nóvember er dagur gegn einelti

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Menntamálastofnun minnir á dag gegn einelti 8. nóvember. Á þessum degi eru jákvæð samskipti í fyrirrúmi og skólasamfélagið hvatt til að taka höndum saman gegn einelti og slæmum samskiptum.

Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum hefur nýlega tekið til starfa hjá Menntamálastofnun. Hlutverk fagráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Skólum er gert að hafa aðgerðaáætlun gegn einelti með skilgreindum viðbrögðum.

Sjá nánar á vef Menntamálastofnunar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan