40 ára starfsafmæli hjá Akureyrarbæ

Guðbjörg Sigurðardóttir (í miðjunni) ásamt Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra og Dan Jens Brynjarssyn…
Guðbjörg Sigurðardóttir (í miðjunni) ásamt Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra og Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra fjársýslusviðs.

Guðbjörg Sigurðardóttir, fulltrúi í bókhaldi hjá Akureyrarbæ, fagnar í dag merkum áfanga en liðin eru 40 ár síðan hún hóf störf hjá sveitarfélaginu.

„Ég byrjaði sem ritari hjá þremur deildum bæjarins þann 1. október 1981. Þetta voru æskulýðs- og íþróttafulltrúi, skipulagsstjóri og heilbrigðisfulltrúi. Við vorum þá staðsett í húsnæði við Ráðhústorg 3. Ég var í þessu starfi eða svipuðum, með flutningum milli staða, þar til ég byrjaði í bókhaldinu í desember 1997,“ segir Guðbjörg.

Hún segir að margt hafi breyst á þessum tíma. „Sem dæmi má nefna að ég byrjaði að vinna á gamla IBM ritvél, það voru engar tölvur. Mér hefur líkað vel hjá Akureyrarbæ, það hafa verið breytingar og þróun með nýjum verkefnum að fást við. Hér er góður starfsandi og gott samstarfsfólk.“

Á tímamótum sem þessum er eðlilegt að líta yfir farinn veg og sömuleiðis að horfa til framtíðar sem Guðbjörg gerir með björtum augum. „Í framtíðinni þegar ég hætti hér, sem styttist alltaf í með hækkandi aldri, fer ég að vera meira með fjölskyldunni og bara gera eitthvað skemmtilegt,“ segir hún.

Við óskum Guðbjörgu hjartanlega til hamingju með starfsafmælið. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan