2.665 nýttu sér frístundastyrkinn árið 2024

Börn og ungmenni stunda ýmis konar íþróttir og tómstundir.
Börn og ungmenni stunda ýmis konar íþróttir og tómstundir.

Árið 2024 nutu 2.665 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar eða tæplega 85% þeirra sem áttu rétt á styrknum sem er 1% aukning frá árinu á undan.

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar nam 50.000 krónum á hvern iðkanda árið 2024. Í heildina var rúmlega 127 milljónum króna varið í frístundastyrki í 3.577 skráningum sem jafngildir styrk upp á 47.661 krónur að meðaltali á hvern iðkanda.

Kynjahlutfall skráninga var hér um bil jafnt eða 51,5% drengir og 48,4% stúlkur. Nýtingin var áberandi mest hjá 9 ára börnum þar sem 96% af þeim aldurshópi notaði frístundastyrkinn í einhverri mynd. Flestar skráningar, eða tæp 42%, voru hjá Íþróttafélaginu Þór og Knattspyrnufélagi Akureyrar. Samstarfsaðilar (íþrótta-, æskulýðs og tómstundafélög auk fyrirtækja) sem tóku við frístundastyrk árið 2024 voru 45.

Markmið með frístundastyrk Akureyrarbæjar er að styrkja börn og unglinga til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku í því óháð efnahag. Einnig að ýta undir aukna hreyfingu, virkni og félagsþátttöku sem og að vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.

Frístundastyrkur Akureyrbæjar árið 2025 er 55.000 krónur og gildir fyrir öll börn fædd árið 2008 til og með árinu 2019.

Í viðhengi er samantekt á nýtingu frístundastyrks Akureyrarbæjar árið 2024.

Nánari upplýsingar um frístundastyrk Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan