Ríflega 30% aukning á umferð um Drottningarbrautarstíg

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Mælingar á umferð gangandi og hjólandi vegfarenda á Drottningarbrautarstígnum við Pollinn sýna 32% aukna umferð um hann í mars 2020 miðað við meðaltal áranna 2016-2019. Því má ljóst vera að Akureyringar hafa tekið áskorun um aukna útivist og holla hreyfingu á tímum samkomubanns fegins hendi.

Þessi aukna umferð vekur enn meiri athygli í ljósi þess að árin 2016-2019 má ætla að stór hluti þeirra sem fóru um stíginn hafi verið erlendir ferðamenn.

Góðviðrisdaga undir lok marsmánaðar var oft þröng á þingi á Drottningarbrautarstígnum en fólk virðist mjög meðvitað um að virða 2ja metra fjarlægðarmörkin. Ef mjög margir eru á stígnum þegar komið er að honum er e.t.v. rétt að leita á aðrar slóðir en góðar og fallegar gönguleiðir í bænum og nágrenni hans eru fjölmargar.

Hér má sjá dæmi um fjölbreytt úrval gönguleiða sem henta þó misvel eftir árstíðum og veðri.

Njótum þess að ganga í fallega bænum okkar en munum að virða fjarlægðarmörkin og samkomubannið.


Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan