208 komur skemmtiferðaskipa næsta sumar

Mynd: Hafnarsamlag Norðurlands / port.is
Mynd: Hafnarsamlag Norðurlands / port.is

Fyrstu skemmtiferðaskip sumarsins koma til Akureyrar fimmtudaginn 9. maí. Það eru skipin MSC Fantasia og Marco Polo. Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur síðan til Akureyrar 30. maí en það er Norwegian Getaway, 145.655 brúttólestir, með rétt um 4.000 farþega og 1.646 manna áhöfn.

Skipakomur verða 208 næsta sumar en voru 179 sumarið 2018. Farþegar voru rétt innan við 135.000 síðasta sumar en verða um 160.000 þetta sumarið sem er um 18,5% fjölgun farþega. Skipakomur til Akureyrar verða 161, til Grímseyjar 61 og 6 til Hríseyjar.

Hér má lesa frétt á heimasíðu Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála um könnun sem gerð var meðal farþega sem komu til Akureyrar með skemmtiferðaskipum sumarið 2017.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan