Þrettándagleði Þórs

Álfadrottning og -kóngur.
Álfadrottning og -kóngur.

Þrettándagleði Þórs verður haldin í Boganum kl. 18 á morgun, miðvikudaginn 6. janúar, og að venju verður fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Þær kynjaverur sem fylgja þrettándanum mæta líkt og á hverju ári ásamt Pílu Pínu, klaufum og kóngsdætrum. Jólasveinarnir kveðja jólin, Álfakóngur og -drottning flytja ávarp og taka lagið.

Píla Pína syngur lag og Klaufar og kóngsdætur sýna atriði úr samnefndu leikriti. Skúli Gautason mun einnig syngja og segja sögur af lögum Þrettándans. Krakkar á öllum aldri finna eitthvað við sitt hæfi í þessari fjölbreyttu dagskrá og verða álfar, púkar og tröll á sveimi á meðan dagskrá stendur. Til sölu verður kaffi, kakó og kruðerí.

Allir púkar eru velkomnir. Mæting fyrir púka í andlitsmálun er kl. 17.15 í Hamri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan