Skógardagur Norðurlands haldinn í Kjarnaskógi

Skógardagur Norðurlands
Skógardagur Norðurlands

Skógardagur Norðurlands verður haldinn í Kjarnaskógi laugardaginn 9. júlí frá kl. 13-16. Hátíðin fer fram á Birkivelli, nýja grill- og leiksvæðinu sunnan við strandblakvellina og völundarhúsið. Á dagskránni verður boðið upp á fræðslu- og sögugöngur kl. 13.30 og 14.30,ratleik, ánamaðkafræðslu,lummur,popp yfir eldi,varðeldur og fleira skemmtilegt. Á skógardeginum verða einnig komin upp steinsteypt borðtennisborð í Kjarnaskógi, sem er gjöf Malar og sands til skógarins og er væntanlega nýjung í skógi á Íslandi. Á næsta ári verða 70 ár liðin frá því að fyrstu trén voru gróðursett í Kjarnaskógi.

Á næsta ári verða 70 ár liðin frá því að fyrstu trén voru gróðursett í Kjarnaskógi. Svæðið er nú einhver fallegasti skógur landsins og rómað útivistarsvæði sem er mörgum öðrum fyrirmynd og innblástur. Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar, var lengi framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarna og þekkir söguna vel. Hann fer með fólk í göngu á skógardeginum og fræðir um söguna og Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga leiðsegir í fræðslugöngu um merkt tré.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan