Ný móttöku- og flokkunarstöð opnuð við Hlíðarfjallsveg

Gámaþjónusta Norðurlands og Sagaplast ehf. opnuðu í gær nýja móttöku- og flokkunarstöð að Hlíðarvöllum við Hlíðarfjallsveg en þar verður að auki móttaka spilliefna. Gámaþjónustan og Sagaplast sameinuðu krafta sína í ársbyrjun en það fyrrnefnda fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir.

Í fréttatilkynningu Gámaþjónusta Norðurlands og Sagaplast ehf. segir: „Meginmarkmiðin eru að hámarka endurnotkun, endurnýtingu og endurvinnslu, en lágmarka sóun og urðun úrgangs.  Mjög góður árangur hefur þegar náðst en nýja aðstaðan að Hlíðarvöllum gefur möguleika á ennþá betri árangri í flokkun og endurvinnslu. Íbúar á Akureyri hafa tekið nýju sorphirðukerfi mjög vel og mikið af endurvinnanlegu efni kemur í grenndargámana sem þar eru staðsettir.  Íbúar í öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði hafa einnig tekið mjög vel við sér varðandi breytt sorphirðukerfi og aukna flokkun.  Söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi gengur alls staðar vel.“

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan