Námskeið fyrir dagforeldra

Glerargata_26Skóladeild Akureyrarbæjar hefur auglýst námskeið fyrir starfandi og verðandi dagforeldra á Akureyri og nágrenni. Áætlað er að námskeiðið hefjist miðvikudaginn 16. apríl nk. og því ljúki 31. maí.

Kennsla fer fram að Glerárgötu 26, 2. hæð. Kennt verður mánudaga og miðvikudaga frá kl. 19.00 – 22.00 og laugardagana 26. apríl, 17. maí og 31. maí frá kl. 9.00 – 16.00. Námskeiðið er alls 70 kennslustundir.

Meðal efnisþátta verða:

 • Kynning á starfi dagforeldra
 • Umönnun, næring og heilsa
 • Hagnýt uppeldisfræði
 • Félagsþjónusta / barnavernd
 • PMT / SMT
 • Börn með sérþarfir
 • Foreldrasamstarf
 • Slysavarnir barna
 • Brunavarnir
 • Vinnusiðferði / sjálfstyrking
 • Líkamsbeiting

Námskeiðið er hluti þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að fá leyfi sem dagforeldri, en gefur þó ekki sjálfkrafa réttindi til þess að starfa sem slík. Nánari upplýsingar gefur Sesselja Sigurðardóttir, daggæslufulltrúi á skóladeild Akureyrarbæjar í síma 460 1453. Námskeiðsgjald er 40.000 kr. sem greiðist í upphafi námskeiðsins. Skráning fer fram hjá daggæslufulltrúa á skóladeild í síma 460 1453 kl 13.00 – 14.00 virka daga eða á netfangi sesselja@akureyri.is. Skráningu lýkur fimmtudaginn 10. apríl nk.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan