Hin Íslensku sjónlistaverðlaun

Sjonlistir4Í gær, fimmtudaginn 6. október, voru í Listasafninu á Akureyri gerð heyrinkunn hin Íslensku sjónlistarverðlaun að viðstöddum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Valgerði Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri, Hannesi Sigurðssyni, Listasafnsstjóra, Áslaugu Thorlacius frá SÍM, Páli Hjaltasyni frá FORM, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur formanni menningarmálanefndar Akureyrarbæjar, Páli Magnússyni, útvarpsstjóra, auk annarra góðra gesta.

Listasafnið á Akureyri hefur haft forgöngu um að stofnað verði til hinna Íslensku sjónlistaverðlauna í samstarfi við Akureyrarbæ, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Iðnar- og viðskiptaráðuneytið, Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Form Ísland, samtök hönnuða, og valda kostunaraðila.

Verðlaunin einskorðast ekki við myndlist eða svokallaðar fagurlistir heldur verða allar greinar sjónlista teknar inn í myndina og þeim gert jafn hátt undir höfði. Veittar verða viðurkenningar á ýmsum sviðum hönnunar, byggingarlistar og myndlistar og ævistarfs listamanna, lífs og liðinna, verður minnst. Gert er ráð fyrir að hátíðin verði unnin í nánu samstarfi við prent- og ljósvakamiðla. Einnig verður leitað samstarfs við ýmsar aðrar stofnanir sem sjónlistum tengjast, s.s. Kynningarmiðtöð íslenskrar myndlistar (CIA.is), Hönnunarvettvang, Nordic Institute for Contemporary Art (NIFCA) og margvísleg söfn.

Allar helstu listgreinar, bókmenntir, tónlist, kvikmyndir og leiklist, eiga nú orðið sínar uppskeruhátíðir hér á landi þar sem veitt eru verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur; þ.e.a.s. allar nema sjálf sjónlistagyðjan. Verðlaunaafhendingin mun fara fram á Akureyri á haustmánuðum, frá og með 2006. Samkomuhúsið verður hugsanlega vettvangur þessa viðburðar til að byrja með en þegar menningarhús á Akureyri rís er gert ráð fyrir að hátíðahöldin flytjist þangað. Tilnefningar munu gilda um sýningarhald og viðburði frá liðnu ári. Þar sem hérna mætast listamenn, hönnuðir, arkitektar, safnamenn, gagnrýnendur, fræðimenn og annað áhugafólk um sjónlistir skapast einstakt tækifæri fyrir sjónlistastéttirnar til að bera saman bækur sínar og kynnast betur.

Sjonlistir1

Í tengslum við hátíðina verður því haldið viðamikið Sjónþing (eða Sjónmessa) um margvísleg málefni sem að sjónlistum snúa. Undirbúningur fyrir ráðstefnuna verður unninn í samstarfi við Háskólann á Akureyri og fleiri fræðasetur, innlend jafnt sem erlend. Á meðan á hátíðinni stendur verður sýning í Listasafninu á Akureyri á verkum eins eða fleiri verðlaunahafa ársins á undan (frá og með 2007). Í lok Sjónleikanna, eins og þessi uppskeruhátíð kallast í heild sinni, verður síðan slegið upp heljarinnar dansleik.Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan