Börn fyrir börn

Menningarhúsið Hof í samstarfi við Sparisjóð Höfðhverfinga heldur barnamenningarhátíðina Börn fyrir börn í þriðja sinn sunnudaginn 16. febrúar. Barnafjör verður í Hömrum og hátíðardagskrá í Hamraborg.

Dagskrá:

Barnafjör í Hömrum

Hjalti Jónsson og Eva Reykjalín halda uppi fjörinu. Söngur, dans og gleði. Enginn aðgangseyri, allir velkomnir.

Kl. 11.00: Dagskrá fyrir börn á aldrinum tveggja til fimm ára.

Kl. 12.00: Dagskrá fyrir börn á aldrinum sex til níu ára.

Hátíðardagskrá í Hamraborg

KL. 13.00-14.30.

Fram koma:

  • Sigurvegarar í hæfileikakeppni barna á Norðurlandi, þau Alfreð Steinmar Hjaltason, Birkir Blær Óðinsson, Eik Haraldsdóttir, Sigríður Harpa Magnúsdóttir, Sigurður Bogi Ólafsson og Vilhelm Ottó Biering
  • Friðrik Ómar og Jógvan Hansen
  • Nemendur Tónlistarskólans á Akureyri
  • Hljómsveit undir stjórn Daníels Þorteinssonar
  • Kynnir verður Lalli töframaður

Í tengslum við viðburðina verða ungir listamenn á ferðinni í Hamragili, leikarar úr Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri og tónlistaratriði í umsjón Nemendafélags Tónlistarskólans á Akureyri.

Miðaverð er 700 kr. og tekið er við frjálsum framlögum sem renna til Barnadeildar FSA.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan