Yfirlit frétta

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Frá Vestnorden 2016.

Vestnorden 2018 á Akureyri

Á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem lýkur í dag í Nuuk á Grænlandi var tilkynnt að á næsa ári verði kaupstefnan haldin á Akureyri dagana 2.-4. október.
Lesa fréttina Vestnorden 2018 á Akureyri
Eiríkur Björn og Dario Schwoerer.

Vetrardvöl í Akureyrarhöfn

Í síðustu viku fékk Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri heimsókn á skrifstofu sína frá Dario Schwoerer sem býr nú með fjölskyldu sinni í skútu í Akureyrarhöfn. Dario stýrir ásamt eiginkonu sinni Sabinu loftlagsleiðangrinum Top to Top en þau hafa heimsótt fleiri en 100 lönd, ferðast til afskekktustu staða heims og frætt fleiri en 100.000 skólabörn um loftlagsbreytingar og umhverfisvernd.
Lesa fréttina Vetrardvöl í Akureyrarhöfn
Ný lóð fyrir hafnsækna ferðaþjónustu

Ný lóð fyrir hafnsækna ferðaþjónustu

Lóðin Oddeyrarbót 3 er nú auglýst laus til umsóknar. Henni var bætt inn á skipulag, austan lóðarinnar Oddeyrarbót 2 með deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í bæjarstjórn 4. október 2016. Stærð lóðarinnar er 563,5 m² og byggingarreiturinn er þannig staðsettur að möguleiki er á dvalarsvæði sunnan byggingar.
Lesa fréttina Ný lóð fyrir hafnsækna ferðaþjónustu
Mynd úr safni.

Hjólreiðamóti barnanna aflýst

Af óviðráðanlegum orsökum þarf að aflýsa hjólreiðamóti fyrir börn sem halda átti við Minjasafnið á morgun, sunnudaginn 17. september, í tilefni af Evrópskri samgönguviku á Akureyri. Beðist er velvirðingar á þessu.
Lesa fréttina Hjólreiðamóti barnanna aflýst
Eiríkur og Michael í Ráðhúsi Akureyrarbæjar.

Sendiherra ESB heimsækir Akureyri

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Michael Mann, heimsótti Akureyri í vikunni og hitti Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra á fundi í Ráðhúsinu á miðvikudag. Eiríkur fræddi sendiherrann um Akureyri, starfsemi sveitarfélagsins og áherslur þess í norðurslóðamálum.
Lesa fréttina Sendiherra ESB heimsækir Akureyri
Rekstur í jafnvægi

Rekstur í jafnvægi

Árshlutareikningur fyrir A- og B-hluta Akureyrarbæjar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2017 var lagður fram í bæjarráði í dag. Árshlutauppgjörið er óendurskoðað. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á fyrri hluta ársins var jákvæð um 96,9 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarafgangur yrði 15,8 milljónir króna á tímabilinu. Afkoma samstæðunnar er því nokkru betri en áætlun gerði ráð fyrir á fyrri hluta ársins.
Lesa fréttina Rekstur í jafnvægi
Rammahluti aðalskipulags Oddeyrar, niðurstaða bæjarstjórnar

Rammahluti aðalskipulags Oddeyrar, niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. september samþykkt rammahluta aðalskipulags Oddeyrar
Lesa fréttina Rammahluti aðalskipulags Oddeyrar, niðurstaða bæjarstjórnar
Samgönguvikan að hefjast

Samgönguvikan að hefjast

Evrópsk samgönguvika hefst á Akureyri á laugardaginn. Samgönguvikan er átaksverkefni sem á að stuðla að bættum samgöngum í borgum og bæjum í Evrópu. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.
Lesa fréttina Samgönguvikan að hefjast
Vel heppnuð lýðræðishátíð í Hofi

Vel heppnuð lýðræðishátíð í Hofi

Hátt í 2.000 gestir sóttu lýðræðishátíðina Fund fólksins sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi dagana 8. og 9. september. Mikil gleði og ánægja ríkti meðal gesta sem voru sammála um að hátíðin í ár væri sú besta til þessa. Þeir voru einnig á einu máli um að hátíð sem þessi ætti mun meira erindi utan höfuðborgarsvæðisins líkt og systurhátíðir hennar á Norðurlöndunum.
Lesa fréttina Vel heppnuð lýðræðishátíð í Hofi
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?