Vorhreinsun

Á Akureyri fer vorhreinsun fram í öllum hverfum bæjarins þegar snjór og klaki er farin af götum og stéttum. Stofnbrautir, tengi- og safngötur, húsagötur og gönguleiðir eru sópaðar. Þvottur á götum er ekki hluti af vorhreinsun.

Áður en sópað er í einstökum hverfum/húsagötum eru íbúar látnir vita á hverfissíðu viðkomandi hverfis á facebook auk þess sem merkingar eru settar upp í hverfinu með fyrirvara áður en byrjað er að sópa á svæðinu. 

Til að auðvelda þrifin eru íbúar beðnir um að færa bifreiðar sínar og önnur faratæki af almennum svæðum í götum og hvattir til að sópa og þrifa við hús sín áður en götur eru sópaðar, Einungs eru þrifnar götur í eigu Akureyrarbæjar, ekki er farið inn fyrir lóðarmörk.

Hér fyrir neðan smá sjá tímaplan vorhreinsunar, með fyrirvara um veður sem og framvindu verksins.

  Oddeyri  Holtahverfi Glerárhverfi Innbærinn Síðuhverfi
20-21. apríl X        
22-23. apríl   X      
22-23. apríl     X    
26-27. apríl       X
 
27-28. apríl         X
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan