Útboð: Rekstur Hlíðarfjalls

Ríkiskaup, fyrir hönd Akureyrarbæjar, óska eftir tilboðum í rekstur og starfsemi í Hlíðarfjalli, nánar tiltekið heilsársrekstur á skíða- og útivistarsvæði.

Markmið Akureyrarbæjar er að Hlíðarfjall verði nýtt á sem fjölbreytilegastan máta fyrir samfélagið á Akureyri og gesti þess allt árið um kring.

Rekstraraðili þarf að gera hópum og einstaklingum kleift að notfæra sér þá aðstöðu sem er í Hlíðarfjalli, innan þeirra marka sem reglur Akureyrarbæjar segja til um, hvort sem er í formi skemmtunar, fræðslu eða á annan hátt og skapa nýjum hugmyndum grundvöll.

Útboðið er auglýst á EES-svæðinu.

Boðið verður upp á vettvangsferð kl. 10:00, föstudaginn 9. júlí 2021. Skráningu skal senda á utbod@rikiskaup.is.

Fyrirspurnir varðandi verkefnið skulu sendar rafrænt í gegnum útboðskerfið TendSign og verða svör birt þar.

Fyrirspurnafrestur rennur út laugardaginn 31. júlí en svarfrestur er til og með 5. ágúst 2021.

Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en kl. 12:00, mánudaginn 9. ágúst 2021. Tilboð verða opnuð kl. 13:00 sama dag.

Frekari upplýsingar um kröfur útboðsins eru aðgengilegar í rafræna útboðskerfinu TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/.

Sjá nánar á www.utbodsvefur.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan