Útboð á veitingarekstri í Amtsbókasafninu

Amtsbókasafnið
Amtsbókasafnið

Amtsbókasafnið á Akureyri auglýsir eftir tilboðum í rekstur veitingastofu á 1. hæð safnsins frá 1. maí 2024 til þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu til viðbótar (þ.e. 30. apríl 2029).

 Veitingareksturinn er sjálfstæð eining en mikilvægur hluti af góðri heildarmynd Amtsbókasafnsins.

Góð aðstaða er á 1. hæð Amtsbókasafnsins að Brekkugötu 17. Bjóðendum er boðið í vettvangsskoðun 15. febrúar nk. kl. 13, mæting í anddyri Amtsbókasafns.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með 7. febrúar 2024.

Tilboðum skal skilað rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en kl.10.50 þann 7. mars 2024.

Nánari upplýsingar um framkvæmd útboðsins eða útboðsgögn veitir Hrafnhildur Sigurðardóttir (hrafnhildursig@akureyri.is) á fjársýslusviði Akureyrarbæjar.

Hægt er að nálgast útboðsgögnin með því að smella HÉR!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan