Útboð á framkvæmdum við jarðvegsskipti og undirstöður við nýbyggingu vélageymslu í Hlíðarfjalli

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti og undirstöður fyrir nýja vélageymslu í Hlíðarfjalli. Um er að ræða gerð vegslóða að verkstað, uppgröft, steypa upp undirstöður, veggi og gólfplötur. Verkið afhendist tilbúið fyrir uppsetningu stálgrindarhúss. Verklok eru 1. september 2023.

Um tvo aðskilin útboð er að ræða, annað er vegna jarðvinnu og hitt vegna uppsteypu, útboðsgögn afhendast undir sama útboðsmáli. 

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með þriðjudeginum 21. mars 2023.

Kynningarfundur verður í fundarsal umhverfis- og mannvirkjasviðs mánudaginn 27. mars kl. 10:00. Í framhaldinu gefst væntanlegum bjóðendum kostur á því að skoða aðstæður á verkstað.

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en miðvikudaginn 12. apríl 2023 kl. 11:00 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.