Útboð á akstri fyrir ferliþjónustu Strætisvagna Akureyrar um helgar og á álagstímum

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í akstur fyrir ferliþjónustu Strætisvagna Akureyrar um helgar og á álagstímum árin 2025-2027.

Um er að ræða annars vegar sérútbúna bifreið til að ferðast með fólk í hjólastól og hins vegar almennan akstur fyrir ferliþjónustu á óbreyttum bíl.

Óskað er eftir einingarverðum í allt að tólf þjónustuþætti, með og án bílstjóra og verði eftir ferð, tíma eða daggjaldi.

Útboðsgögn verða afhent bjóðendum í tölvupósti í gegnum netfangið umsarekstur@akureyri.is frá og með mánudeginum 20. janúar 2025.

Tilboðum skal skila fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 11. febrúar 2025 til Umhverfis- og mannvirkjasviðs, á netfangið umsarekstur@akureyri.is

Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan