Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsir til sölu húsnæði til flutnings.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsir til sölu húsnæði til flutnings.

Um er að ræða salernis- og sturtuaðstöðu sem notuð hefur verið fyrir tjaldsvæðið í Þórunnarstræti, byggt árið 1995.

Flutningur húsa er á ábyrgð og kostnað kaupanda.

Allar nánari upplýsingar eru gefnar í gegnum netfangið umsarekstur@akureyri.is.

Tilboðum skal skila rafrænt á sama netfang eigi síðar en kl. 13:00 miðvikudaginn 21. september 2022 og verða tilboð opnuð á sama tíma.

Umhverfis- og mannvirkjasvið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.