Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - Oddeyri Niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 14. desember 2021 að falla frá áður auglýstri tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna uppbyggingar á Oddeyri (hlekkur á tillögu). Umrædd skipulagstillaga var auglýst þann 6. janúar 2021 með athugasemdafrest til 17. febrúar 2021. 101 athugasemd barst og hefur bæjarstjórn sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Ráðgefandi íbúakosning fór fram í maí og með vísun í niðurstöðu þeirrar könnunar hefur bæjarstjórn samþykkt að falla frá tillögunni. Bókun bæjarstjórnar má sjá hér.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um skipulagstillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulagssviðs Akureyrarbæjar: skipulagssvid@akureyri.is

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan