Svæðið milli Naustahverfis og Hagahverfis - Tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu

Svæðið milli Naustahverfis og Hagahverfis
Svæðið milli Naustahverfis og Hagahverfis

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 21. maí 2024 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til svæðisins milli Naustahverfis og Hagahverfis sem afmarkast af Naustagötu í norðri, Naustabraut í austri, Davíðshaga í suðri og Kjarnagötu í vestri.

Breytingin tekur til reita sem merktir eru VÞ13, S24 og OP10 í gildandi aðalskipulagi. Breytingin er meðal annars til komin vegna áforma um að byggja leikskóla á svæðinu en þó hefur staðsetning leikskólans breyst innan svæðisins frá því sem gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi. Þá er gert ráð fyrir að breyta hluta af opnu svæði í íbúðarsvæði og/eða verslunar og þjónustusvæði. Einnig er mögulegt að um verði að ræða blanda byggð með þessari landnotkun.
 
Þá samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar á sama fundi að auglýsa samhliða aðalskipulagsbreytingunni tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis, 3. áfanga, Hagahverfi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til lóðarinnar Naust 2 og felst í því að afmörkuð er 9.328 mlóð fyrir leikskóla úr landi Nausta II. Innakstur verður austan við lóðina frá Naustagötu. Heimilað er niðurrif bæjarhúsa á Naustum II og núverandi byggingarreitir falla út. Afmarkaður er nýr byggingarreitur fyrir tveggja hæða leikskólabyggingu.
 

Tillöguuppdrátt ásamt greinargerð má nálgast hér fyrir aðalskipulagsbreytinguna og hér fyrir deiliskipulagsbreytinguna en einnig hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 3. júlí - 15. ágúst 2024. 

Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram má skila á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is, með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.

Frestur til að skila inn athugasemdum er veittur til 15. ágúst 2024.

3. júlí 2024.
Skipulagsfulltrúi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan