Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 18. janúar 2022 samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna athafnasvæðis við Súluveg.

Breytingin felur í sér að athafnasvæði sem merkt er AT13 á aðalskipulagsuppdrætti stækkar um 0,2 ha til austurs. Um leið minnkar svæði SL7; græni trefillinn, samsvarandi. Breytinguna má sjá hér.

Breytingin telst óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hefur breytingin verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til skipulagsdeildar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða sent fyrirspurn á netfangið skipulag@akureyri.is

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan