Opið fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð

Mynd: Félagsmálaráðuneytið.
Mynd: Félagsmálaráðuneytið.

Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Þau sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök geta sótt um. Ekki er gert ráð fyrir að hefðbundin íþróttafélög sæki um verkefni sem snúa að íþróttastarfsemi í þennan sjóð.

Umsóknafrestur rennur út 15. febrúar 2022, kl. 15:00.

Nánari upplýsingar eru á vef Rannís

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan