Kynning á nýju íbúðahverfi

Í dag, þriðjudaginn 12. október, verða kynnt drög að deiliskipulagi fyrir nýtt íbúðasvæði vestan Borgarbrautar. Kynningin fer fram í menningarhúsinu Hofi.

Opið hús kl. 16-19

Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að kíkja við einhvern tímann á milli kl. 16 og 19 og kynna sér fyrirliggjandi hugmyndir, spjalla við starfsfólk bæjarins og skipulagsráðgjafa. Skipulagstillagan verður sett fram á myndrænan og aðgengilegan hátt og einnig verður hægt að koma sínum sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Heitt á könnunni. 

Kynningarfundur fyrir fagaðila kl. 20

Fundur fyrir aðila sem koma að uppbyggingu íbúðasvæða. Markhópar fundarins eru meðal annars byggingarverktakar, fasteignasalar, mannvirkjahönnuðir og aðrir sem koma að uppbyggingu með einum eða öðrum hætti. Fundurinn fer fram í salnum Hömrum í Hofi. Gestir eru beðnir um að skrá sig á fundinn hér

Hér eru nánari upplýsingar um drög að deiliskipulagi

Hlökkum til að sjá ykkur! 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan