KA svæði - Niðurstaða bæjarstjórnar

 

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 7.mars 2023 samþykkt breytingu á deiliskipulagi KA svæðis – Lundarskóla - Lundarsels í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsuppdrátt má nálgast hér.

Skipulagssvæðið afmarkast af íþrótta- og æfingasvæði KA. Í breytingunni felst m.a. að bætt er við nýjum byggingarreit fyrir tengibyggingu ásamt því að settir eru skilmálar fyrir byggingarreiti fyrir markatöflu, sjónvarpsupptökuhús og fjögur ljósamöstur fyrir flóðlýsingu. Þá gerir tillagan ráð fyrir fjölgun bílastæða meðfram Þingvallastræti og tilfærslu núverandi innkeyrslu.

Tillagan var auglýst frá 29.desember 2022 til 12.febrúar 2023. Ein athugasemd barst sem leiddi ekki til breytinga á skipulaginu. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar; skipulag@skipulag.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan