Jöfnunarstoppistöð við Glerá - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Jöfnunarstoppistöð við Glerá
Jöfnunarstoppistöð við Glerá

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Glerár, frá stíflu til sjávar.

Breytingin felur m.a. í sér að gert er ráð fyrir nýrri jöfnunarstoppistöð vestan Hörgárbrautar, norðan Borgarbrautar á svæði við núverandi hringtorg. Bætt er við nýrri tillögu að gönguleið undir Hörgárbrú. Skipulagsmörk eru færð lítillega og stækkar skipulagssvæðið úr 9,25 ha í 9,39 ha. Svæðið á að rúma þrjá strætisvagna og þrjár bifreiðar landsbyggðarstrætós ásamt kaffistofu fyrir starfsmenn, snyrtingu og biðskýli. Þá eru einnig gerðar breytingar á legu ýmissa stíga, stígar stækkaðir, lagnaleiðir fluttar, snjólosunarsvæði flutt og ýmsar aðrar smærri breytingar.

Deiliskipulagsuppdráttinn má nálgast hér.

Ábendingum þar sem nafn og kennitala kemur fram má skila til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 eða í gegnum Skipulagsgátt.

Frestur til að skila inn athugasemdum er veittur til 27. mars 2025.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan