Glerártorg og nánasta umhverfi - Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030

Breytt aðalskipulag
Breytt aðalskipulag

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

Breytingin felur í sér að svæði sem afmarkast af götunum Borgarbraut, Glerárgötu, Þórunnarstræti, Byggðavegi og Klettaborg ásamt 0,2 ha svæði meðfram Glerár norðan Glerártorgs er skilgreint sem miðsvæði M3 með heimild fyrir 200-250 íbúðum í fjölbýlishúsum en skilmálum um hæð er vísað til deiliskipulags. Við það að svæðinu er breytt i miðsvæði, M3, fellur VÞ6 út auk þess sem að ÍB4 minnkar um 1 ha þar sem að svæði norðan Byggðavegar verður hluti miðsvæðisins. Að lokum hliðrast göngu- og hjólaleið yfir Glerá um 50 m til norðurs vegna staðsetningar jöfnunarstöðvar.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send skipulagsstofnun til yfirferðar.

Tillöguuppdráttinn má nálgast hér.

Ábendingum þar sem nafn og kennitala kemur fram má skila til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 eða í gegnum Skipulagsgátt

Frestur til að skila inn athugasemdum er veittur til 27. mars 2025.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan