Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar – Hofsbót 2

Á horni Hofsbótar og Strandgötu, inn að Ráðhústorgi
Á horni Hofsbótar og Strandgötu, inn að Ráðhústorgi

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar. Sjá hér.

Skipulagssvæðið afmarkast af lóðinni Hofsbót 2. Tillagan gerir ráð fyrir að byggingarreitur á lóðinni stækki lítillega og að byggingarmagn aukist úr allt að 1482 m2 í allt að 1636 m2. Fjöldi hæða byggingar breytist úr fjórum hæðum í fimm hæðir og skulu efstu tvær hæðirnar vera inndregnar. Þá mun hámarkshæð byggingar aukast úr 13,5 m í 16,3 m.

Þrívíddarmyndir sem byggja á skipulagstillögunni má nálgast hér. Tillagan verður auk þess aðgengileg á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrarbæjar frá 29. nóvember 2021 til 11. janúar 2022.

Hægt er að skila inn athugasemdum og ábendingum um skipulagstillöguna á netfangið skipulagssvid@akureyri.is eða bréfleiðis á Skipulagssvið Akureyrarbæjar, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til 11. janúar 2022.

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan