Aukin raforka í Eyjafirði - tálsýn eða tækifæri?

Ljósmynd af vef Skipulagsstofnunar.
Ljósmynd af vef Skipulagsstofnunar.

Samtök atvinnurekenda á Akureyri, í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE, standa fyrir rafrænum hádegisfundi fimmtudaginn 11. nóvember kl. 11:45-13:00.

Fjallað verður um hvaða tækifæri felast í aukinni raforku, einkum hverju Hólasandslína 3 breytir fyrir atvinnurekstur og samfélag við Eyjafjörð.  

Fulltrúar frá Landsvirkjun og Landsneti flytja stutta fyrirlestra og svo verða málin rædd út frá ýmsum hliðum. 

Erindi:

  • Þróun afhendingargetu raforku á Norður- og Austurlandi. Gnýr Guðmundsson, yfirmaður greininga og áætlana í raforkukerfinu hjá Landsneti. 
  • Orkuframboð á Norðurlandi. Úlfar Linnet, forstöðumaður viðskiptaþjónustu hjá Landsvirkjun. 
  • Tækifæri í nýjum orkuháðum atvinnugreinum. Sigurður Markússon, forstöðumaður nýsköpunar hjá Landsvirkjun.

Fundurinn verður haldinn á Zoom. Hér er hlekkur á fundinn

Uppfært: Upphaflega stóð til að halda fundinn á Hótel KEA en í ljósi þróunar Covid-19 faraldursins hefur verið ákveðið að halda hann í netheimum. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan