Samgöngur

Samgöngur til eyjarinnar eru góðar, ferjuferðir frá Dalvík, þrisvar sinnum í viku allan ársins hring. Sjá nánari upplýsingar hjá Landflutningar/Samskip. Flug Flugfélags Íslands er sömuleiðis þrisvar í viku yfir vetrarmánuðina en sjö sinnum í viku yfir hásumarið. Allar upplýsingar hjá flugfélag.is.

Ferja

Ferjan Sæfar er með áætlun milli Dalvíkur og Grímseyjar allt árið.  Siglingin tekur um 3 klst. hvora leið og tekur ferjan alls um 108 farþega.
Dalvík er um 40 km fyrir norðan Akureyri og er um 30 mín akstur þangað.

Smelltu hér og bókaðu ferð með Sæfara.

Áætlun:
Frá Dalvík kl. 9.00 með komu til Grímseyjar kl. 12.00

Á veturna (1.9 - 31.5) miðast stoppið í Grímsey við tvær klukkustundir. 
Á sumrin (1.6 - 31.8) stoppar ferjan í uþb 4 klst með brottför frá Grímsey kl. 16.00 með komu til Dalvíkur um 19.00.

Mælt er með því að fyrirfram bóka sig á sumrin þar sem ekki er víst að komast annars með.  Hægt er að bóka sig og kaupa miðann með ferjunni hjá upplýsingamiðstöð ferðamanna í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, Standgötu 12, eða í síma  (+354) 450 1050 eða info@visitakureyri.is.

Ath að ef flytja á bíl með ferjunni þar hann að vera mættur 1 klst fyrir brottför.

Strætó nr. 78 fer frá Akureyri alla virka daga kl. 08.15 með komu til Dalvíkur kl. 08.50. Stoppað er við N1 bensínstöðina á Dalvík og þarf að ganga niður á höfnina u.þ.b. 10 mín ganga. Hægt er að biðja bílstjórann um að stoppa nær bryggjunni.
Athugið að mjög stuttur tími er á milli komu strætó og brottfarar ferju þannig að mælt er með að kaupa og bóka miða fyrir fram á upplýsingamiðstöðinni í Hofi á Akureryi, Strandgata 12.

Síminn hjá ferjunni á Dalvík 458 8970.
Kort yfir strætóstoppið á Dalvík og hvar ferjan leggur að.  

Flug

Norlandair býður upp á flug til Grímseyjar allt árið. Daglega á sumrin (u.þ.b. frá 1. júní til 27. ágúst) og þrisvar sinnum í viku (sunnudaga, þriðjudaga og föstudaga) þess utan. Flugtími er 30 mínútur.

Á meðan stoppað er í Grímsey er tilvalið að fara yfir heimskautsbauginn sem er fyrir norðan flugstöðina, fara í gönguferð með eða án leiðsagnar og skoða fuglalífið ef komið er á þeim árstíma.

Allir gestir sem koma í skipulagðar pakkaferðir með Norlandair til Grímseyjar fá skírteini því til staðfestingar að þeir hafi farið yfir heimskautsbauginn án endurgjalds. Aðrir gestir geta keypt skírteini í gjafavörubúðinni Gallerí Sól. Búðin er opin yfir sumartímann á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Á öðrum tímum þarf að panta skírteini fyrirfram í síma 467 3190 / 467 3156 eða með tölvupósti: gullsol@visir.is.

Á sumrin er stoppið um 2 klst og 15 mín en á öðrum árstíma er það um 2 klst.

Flug áætlun 2017:

1. janúar - 1. júní 
Flug þrisvar sinnum á viku, sunnudaga, þriðjudaga og föstudaga.
Brottför Akureyri kl.  13.30 – koma Grímsey kl. 14.00   Brottför Grímsey kl. 16.00 – koma kl. 16.30.


1. júní – 30. júní
Flug daglega. 

Mán-Fös      Brottför frá AEY 12:35 - brottför frá GRY 15:05
Lau-Sun      Brottför frá AEY 09:30 - brottför frá GRY 12:00


1. júlí – 27. ágúst 
Flug fimm sinnum á viku

Mán:     Brottför frá AEY 12:35    brottför frá GRY 15:05
Þri:        Brottför frá AEY 08:30    brottför frá GRY 11:00
Fös:       Brottför frá AEY 12:35    brottför frá GRY 15:05
Lau:      Brottför frá AEY 09:30    brottför frá GRY 12:00
Sun:      Brofftöf frá AEY  09:30   brottför frá GRY 12:00

28. ágúst 2017 - 1. júní 2018 
Flug þrisvar sinnum á viku, sunnudaga, þriðjudaga og föstudaga.
Brottför þri og fös frá Akureyri kl.  13.30 – koma Grímsey kl. 14.00   Brottför Grímsey kl. 16.00 – koma kl. 16.30. Brottför sun frá Akureyri kl.  14.30 – koma Grímsey kl. 15.00   Brottför Grímsey kl. 16.30 – koma kl. 17.00.


Sími: 570 3000 eða
flugfelag.is.
Flogið er frá Akureyrarflugvelli sem er í u.þ.b. 5 mín akstri frá miðbæ Akureyrar. Innritun er 30 mín fyrir brottför frá Akureyri en 15 mín fyrir brottför frá Grímsey.

Leiguflug: Nokkur fyrirtæki bjóða upp á leiguflug til Grímseyjar samkvæmt nánara samkomulagi, m.a. myflug.is, flugfelag.is, ernir.is, circleair.is

Skipulagðar ferðir til Grímseyjar með bátum

Frá Húsavík:
Gentle Giants: Arcitc Circle Crossing - Whales and Puffins

Frá Akureyri:
Ambassador: Arctic Circle Express

Tímatafla - Arctic Circle Express 2017

 

JUNÍ

JULÍ

ÁGUST
1.– 12.

ÁGUST
13.– 31.

þriðjudagur

 18:00

 18:00

 18:00

 13:00

Fimmtudagur

 18:00

 18:00

 18:00

 13:00

Sunnudagur

 18:00

 18:00

 18:00

 13:00


frá Dalvík:
Arctic Trip: Arctic Grímsey Ferry Day Tour

Síðast uppfært 01. ágúst 2017