Nýr vefur Grímseyjar kominn í loftið

Vefurinn hefur verið í undirbúningi og vinnslu undanfarið rúmt ár.

Nýr vefur Grímseyjar var opnaður í síðustu viku á slóðinni grimsey.is

Vefurinn hefur verið í undirbúningi og vinnslu undanfarið rúmt ár í samstarfi við hönnunar- og hugbúnaðarhúsið Hugsmiðjuna.

Við þróun á vefnum var meðal annars lögð áhersla á notendavæna og nútímalega hönnun, aðgengi, góða leit, lifandi miðlun og að vefurinn virki vel í öllum tækjum, einkum snjallsímum.

Þrátt fyrir að vefurinn sé formlega opinn þá er vinnu við nýjan vef ekki að fullu lokið og ýmis atriði enn í vinnslu og frekari þróun. Ef þið hafið hugmyndir fyrir vefinn eða sjáið eitthvað sem má betur fara þá væri vel þegið að fá ábendingar á netfangið vefstjorn@akureyri.is.