Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Grímsey í stóru hlutverki

Grímsey í stóru hlutverki

Áhugaverð kvikmynd með sérstaka áherslu á Grímsey var frumsýnd á þýsku sjónvarpsstöðinni WDR í gær. Myndin, sem heitir „Magical Iceland", varpar meðal annars ljósi á fjölskrúðugt náttúru- og dýralíf á Íslandi.
Lesa fréttina Grímsey í stóru hlutverki
Búnaður rafstöðvarinnar eftir endurnýjun. Mynd Rarik

Ný rafstöð tekin í notkun

Endurbótum á nýrri rafstöð RARIK í Grímsey er lokið og var hún tekin í notkun í lok október. Búnaðurinn var orðinn gamall og farinn að þarfnast endurnýjunar. Nýju vélarnar eru mun lágværari en þær gömlu og hafa íbúar orðið varir við það.
Lesa fréttina Ný rafstöð tekin í notkun
Fiskeafmælinu fagnað

Fiskeafmælinu fagnað

Í gær, 11. nóvember, var haldið upp á fæðingardag velgjörðarmanns Grímseyinga, Bandaríkjamannsins Daniels Willards Fiske, en sá dagur er ávallt haldinn hátíðlegur í Grímsey. Haldið var kaffisamsæti í félagsheimilinu Múla kl. 18.00, boðið upp á heitt súkkulaði og bakkelsi, lesið ágrip um Fiske sem var fæddur 1831 og gluggað i gömul albúm úr skólanum. Mjög góðmennt en fámennt var úti í eyju í gær eða einungis 10 manns að þessu sinni.
Lesa fréttina Fiskeafmælinu fagnað